mið 04. maí 2016 11:31
Magnús Már Einarsson
Emil Stefánsson í Fjarðabyggð (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð hefur fengið bakvörðinn Emil Stefánsson í sínar raðir á láni frá FH.

Emil þekkir vel til hjá Fjarðabyggð því hann hefur verið á láni hjá liðinu undanfarin tvö tímabil.

Í vetur spilaði Emil talsvert með FH en hann er nú farinn aftur í Fjarðabyggð.

Samtals hefur Emil spilað 29 leiki með Fjarðabyggð undanfarin tvö ár og skorað þrjú mörk.

Fjarðabyggð er spáð 11. sæti í Inkasso-deildinni í sumar en liðið fær Huginn í heimsókn í fyrstu umferðinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner