Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 04. maí 2016 17:36
Magnús Már Einarsson
Frá Jamaíka í Garðabæ: Maður veit aldrei hvar maður endar
Duwanye Kerr.
Duwanye Kerr.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mynd: Getty Images
„Þegar ég hugsaði fyrst um Ísland þá hugsaði um snjó og vatn en ekki svo mikið um fótbolta," sagði Duwayne Kerr, nýr markvörður Stjörnunnar við Fótbolta.net í dag.

Duwayne samdi við Stjörnuna í mars en hann kom ekki til landsins fyrr en í gær.

„Það var mikið af pappírsvinnu. Ég hafði ekki áhyggjur af því að þetta myndi ganga, þetta var meira spurning um hvenær. Sem betur fer er ég kominn hingað og ég ætla að gera mitt besta fyrir Stjörnuna," sagði Duwanye sem hefur kynnt sér lið Stjörnunnar á internetinu.

„Ég sá fögnin hjá strákunum á YouTube og þau eru nokkuð fyndin. Ég er til í að sjá einver af fögnunum í sumar en ekki öll," sagði Duwanye brosandi.

Áfall að fara úr hitanum á Jamaíka í kuldann í Noregi
Duwayne er frá Jamaíka en hann hefur undanfarin ár leikið í Noregi. Duwayne var hjá Sarpsborg en þar voru Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Guðmundur Þórarinsson, Haraldur Björnsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson á meðal liðsfélaga hans. Duwayne segist hafa vanist kuldanum í Noregi en fyrst um sinn hafi það verið erfitt eftir að hann kom úr sólinni á Jamaíka.

„Þetta var smá áfall. Ég kom úr 20-30 stiga hita yfir í frost. Það var ruglað," sagði Duwayne léttur í bragði.

Ánægður fyrir hönd Wes Mogan
Duwayne hefur verið í landsliðshópi Jamaíka en hann var ekki í síðasta hóp þar sem hann er félagslaus. Í landsliðshópi Jamaíka er einnig Wes Mogan, fyrirliða Leicester.

„Hann er mjög vingjarnlegur náungi. Ég óska honum til hamingju með að vinna titilinn. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Það er frábært að sjá Leicester ganga vel. Þetta sýnir að fótbolti snýst ekki bara um það hver á mest af pening. Þetta snýst um það sem þú gerir á leikdag," sagði Duwanye.

Duwanye segist vera opinn fyrir því að vera í Garðabænum í einhvern tíma. „Vonandi get ég verið hér í eitt eða tvö ár. Maður veit aldrei hvar maður endar í fótboltanum. Þetta snýst líka um hversu vel mér gengur hér," sagði Duwayne.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner