Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. maí 2016 08:57
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Hólmbert verður með gegn Þrótti
Hólmbert borinn af velli á mánudag.
Hólmbert borinn af velli á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Sóknarmaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson verður með KR-ingum þegar liðið mætir Þrótti í Pepsi-deildinni á sunnudag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Hólmbert þurfti að yfirgefa KR-svæðið í sjúkrabíl eftir markalausan leik KR og Víkings á Alvogen-vellinum á mánudag.

Hólmbert fékk tvívegis höfuðhögg í leiknum og var borinn af velli en Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, segir að hann sé orðinn klár og spili gegn Þrótturum.

Næstu leikir í Pepsi-deildinni:

laugardagur 7. maí
16:00 Fjölnir-ÍBV (Fjölnisvöllur)

sunnudagur 8. maí
16:00 Víkingur Ó.-Valur (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Fylkir-Breiðablik (Floridana völlurinn)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
19:15 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)
19:15 Þróttur R.-KR (Þróttarvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner