Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 04. maí 2016 17:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Ingvar Kale: Er léttari en ég var í bikarúrslitaleiknum
Kale fagnar eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra þar sem Valur vann KR.
Kale fagnar eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra þar sem Valur vann KR.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ingvar Kale, markvörður Vals, var í viðtali í útvarpsþættinum Akraborginni í dag þar sem hann svaraði fyrir þá gagnrýni sem hann fékk í sama þætti í gær.

Ingvar fékk á sig vítaspyrnu í 1-2 tapinu gegn Fjölni í fyrstu umferðinni.

„Þetta var klárt víti á sunnudaginn, ég viðurkenni það fúslega. Ég ætlaði í boltann en hann nær aukasnertingu rétt áður og ég endaði á því að fara í manninn. Svona gerist bara. Ég er ekki sammála því að ég hafi ekki átt að fara af línunni. Menn mega alveg spá í það en að mínu mati gerði ég rétt í því að koma út á móti. Ég var bara leiddur í gildru," segir Ingvar.

Sögusagnir hafa verið um að samherjar Ingvars hafi áhyggjur af því að hann hafi ekki spilað vel að undanförnu.

„Þetta er liðsíþrótt og við bökkum hvorn annan upp sem liðsheild. Ég var ekki sá eini sem gerði mistök í þessum leik. Við klúðruðum fullt af dauðafærum og varnarvinnan var léleg í öðru markinu. Við erum ekkert að dvelja við það heldur spáum í hvað við getum gert betur sem lið. Við komum því sterkari í næsta leik."

Efasemdarraddir hafa verið um líkamlegt form Ingvars.

„Formið er nokkuð gott. Ég fæ þetta á hverju ári og alltaf verið að spyrja hvort ég sé í standi. Ég er til dæmis léttari en þegar við fórum í bikarúrslitin í fyrra. Fólk er að spyrja mig út í þetta og Pepsi-mörkin og svona. Ég horfði ekki einu sinni á Pepsi-mörkin, ég nennti því ekki. Ég þurfti að gera annað. Ég hef unnið vel í vetur undir stjórn markmannsþjálfarans," segir Ingvar sem blæs á sögusagnir um að hann sé í lélegu formi.

Hlustaðu á viðtalið í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner