mið 04. maí 2016 23:06
Jakob Hákonarson
Jákvætt að Bale spili í úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Bale er mikilvægur landsliði sínu
Bale er mikilvægur landsliði sínu
Mynd: Getty Images

Velska þjóðin þarf ekki að hafa neinar áhyggjur að úrslitaleikur Gareth Bale í Meistaradeild Evrópu þann 28. maí muni hafa áhrif á hans spilamensku með velska landsliðinu á komandi Evrópumóti í Frakklandi í sumar. Þetta segir Osian Roberts, aðstoðarþjálfari velska landsliðsins.

Velska landsliðið byrjar undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í maí og einnig er vináttuleikur þann 5. júní gegn Svíþjóð. Fyrsti leikur Vels í Frakklandi verður þann 11. júní gegn Slóvakíu.

„Við viljum frekar sjá Gareth (Bale) komast í úrslit og vinna titilinn aftur,” sagði Roberts.
„Það væri frábært afrek fyrir hann hjá svona stóru félagi, og síðan kemur hann til okkar og byrjar undirbúning fyrir sumarið. Það væri drauma staðan.”

„Þetta tímabil hefur verið hans besta fyrir Real, hann hefur skorað 19 mörk í deildinni fyrir spænsku risana,” sagir Roberst

Bale spilaði lykil hlutverk í því að velska landsliðið tryggði sér ferseðil á Evrtópumótið í sumar þar sem hann skoraði sjö mörk af þeim ellefu mörkum sem liðið skoraði í tíu leikjum. Hann missti af þrem síðustu leikjum landsliðsins og náði liði ekki að vinna neinn þeirra. Sýnir það mikilvægi hans í þessu velska landsliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner