Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2016 23:43
Jakob Hákonarson
Klopp kveikir í leikmönnum liðsins og stuðningsmönnum
Klopp lifir fyrir ástríðuna
Klopp lifir fyrir ástríðuna
Mynd: Getty Images
Jugen Klopp þjálfari Liverpool hefur staðið í ströngu við að undirbúa sína menn fyrir seinni leik liðsins gegn Villarreal í Evrópukeppni félagsliða, en hans menn töpuðu fyrri leiknum 1-0 þar sem Adrian Lopez skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Klopp varar Villareal við því að þeir muni ekki vita hvort þeir séu að koma eða fara þegar þeir mæta til leiks á Anfield annað kvöld. Býst hann við miklum stuðning frá stuðningsmönnum liðsins líkt og hefur verið undanfarna mánuði.

„ Við þurfum að vera skynsamir. Við höfum ekki bara tuttugu mínútur heldur nítíu, svo að allt er hægt. Stuðningsmenn búast við hörku leik og munum við vera skynsamir í aðgerðum okkar, annað en í fyrri leiknum."

„Það er bara hálfleikur. Þeir verða að koma á Anfield"

„Ef við getum skapað svipað andrúmsloft og var í leiknum gegn Dortmund, þá verður þetta miklið erfiðara en Villarreal getur ímyndað sér. Það er bara þannig," segir Klopp kokhraustur.

Koma Emre Can úr meiðslum auðveldar Klopp að öllum líkindum uppstillinguna á miðjusvæði liðs síns. Lykilákvörðunin verður þó hvort að Daniel Sturridge byrji leikinn eða sitji sem fastast á bekknum, líkt og hann gerði í fyrri viðureign liðanna. Ef Klopp vill spila enska framherjanum er líklegt að hann þurfi að rótera í liðinu á miðjusvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner