Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. maí 2016 09:15
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds: Markaðurinn hefur verið erfiður
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki viss um að það sé mögulegt að láta koma sér á óvart varðandi spádóma þó maður hafi stundum látið svo í veðri vaka einhverntíma," segir Kristján Guðmundsson þjálfari Leiknis R. um spá þjálfara og fyrirliða.

Leiknir féll úr Pepsi-deildinni í fyrra en liðinu er spáð 3. sæti í Inkasso-deildinni í sumar.

„Leiknir hefur áhuga á að vera í efri hluta deildarinnar og öll vinna leikmanna miðar að því. Svo er að sjá hvaða spil koma upp," sagði Kristján og bætir við að erfitt sé að spá í það hvaða lið verða að berjast um að fara upp í Pepsi-deildina.

„Það er ómögulegt að segja til um það vegna mikilla breytinga á mörgum liðum á milli leiktímabila og þeirra nýju leikmanna sem hafa bæst í leikmannahópana á seinustu dögum. Það eiga allir möguleika."

Leiknir átti fínu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu en liðið vann meðal annars Reykjavíkurmótið.

„Það hefur gengið fínt. Við þjálfararnir höfum verið að kynnast leikmönnum og félaginu sem slíku og upplifa það.. Frammistaða og úrslit í leikjum liðsins oftast góð sem hefur styrkt okkur."

Kristján reiknar ekki með frekari liðsstyrk fyrir mót en hann segir að erfitt hafi verið að sækja liðsstyrk í vetur.

„Markaðurinn hefur verið erfiður í vetur en við höfum fengið til okkar spræka stráka sem vilja spila fyrir Leikni Við neitum því ekki að við hefðum viljað tryggja okkur tvo leikmenn til viðbótar í ákveðnar leikstöður en við treystum þeim leikmönnum sem við höfum nú í byrjun móts til að taka slaginn í efri hlutanum," sagði Kristján.
Athugasemdir
banner
banner