Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2016 05:55
Óðinn Svan Óðinsson
Meistaradeildin í dag - Allt getur gerst í Madríd
Ronaldo verður með í kvöld
Ronaldo verður með í kvöld
Mynd: Getty Images
Real Madrid mætir Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og er því allt galopið fyrir leikinn í kvöld. Joe Hart var hetja City manna í fyrri leik liðanna og kom í veg fyrir að Madrídingar tækju með sér mark á útivelli.

Ljóst er að mark frá gestunum myndi setja þessa viðureign í uppnám en þá þyfti heimamenn í Real Madrid að skora tvö mörk.

Ljóst er að Cristiano Ronaldo mun snúa aftur í lið Real Madrid en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum Madrídinga. Karim Benzema verður hins vegar fjarri góðu gamani vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrri leik liðanna.

Miðjumaðurinn Yaya Toure hefur einnig verið að glíma við meiðsli hjá Manchester Citry en góðu fréttirnar eru hins vegar þær að hann hefur verið að æfa síðusta daga og verður líklega með.

Leikur kvöldsins:
18:45 Real Madrid - Manchester City (0-0) (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner