Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. maí 2016 21:23
Jakob Hákonarson
Pellegrini: Sköpuðum okkur ekki nógu mikið af færum
Manuel Pellegrini fer ekki með City til Mílan.
Manuel Pellegrini fer ekki með City til Mílan.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini stjóri Manchester City var að vonum ósáttur eftir tap liðsins gegn Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Ég er mjög vonsvikinn afþví að ég tel þetta hafa verið mjög jafnan leik þar sem bæði lið voru ekki að skapa sér mikið af færum.”

„Það er auðvitað ekki gott að þurfa skipta út varnarmanni snemma leiks en ég tel varnaleikinn ekki hafa verið vandamálið í þessum leik, vandamálið var að skapa sér færi. Svipað og Real Madrid, þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum.”

„Við vorum mjög vinnusamir í leiknum. Allan leikinn reynum við að hafa áhrif.” sagði Manuel Pellegrini í samtala við fjölmiðla eftir leik.

Úrslitaleikurinn fer svo fram á San Siro vellinum í Milano þann 28. maí.

Athugasemdir
banner
banner