Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 04. maí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull: Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu
FH-Breiðablik á mánudaginn
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Gulli sáttur eftir leikinn gegn ÍBV um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við teljum okkur geta náð í úrslit hvar sem er og á móti hverjum sem er. Ef við ætlum okkur einhverja hluti þá verðum við að ná í úrslit á móti FH eins og ÍBV," segir Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, um leikinn gegn FH næstkomandi mánudagskvöld.

„Okkur hefur gengið ágætlega í Kaplakrika og náð í fín úrslit þar. Við unnum þar í fyrra í lokaleik deildarinnar. Þetta hefur verið jafnt í Kóapvogi og Hafnarfirði og þetta verður hörkuleikur."

Breiðablik hefur byrjað sumarið vel en liðið vann ÍBV 4-1 í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar og Leikni R. 3-1 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við höfum verið að vinna sannfærandi og skorað mikið af mörkum. Við höfum veirð gagnrýndir fyrir að skora ekki nógu mikið undanfarin ár. Við byrjum vel og við þurfum að sjá hvort við getum ekki haldið því áfram."

„Það er aðeins meiri töffaraskapur í liðinu en undanfarin ár. Við erum aðeins meira cool."

Sunnudagur
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur)
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll)
19:15 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Mánudagur
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner