Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. júní 2014 13:30
Alexander Freyr Tamimi
Bestur í 2. deild: Öðruvísi fótbolti en ég er vanur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Milos Ivankovic er leikmaður umferðarinnar.
Milos Ivankovic er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Úr einkasafni
Huginn hefur unnið tvo leiki í röð.
Huginn hefur unnið tvo leiki í röð.
Mynd: Úr einkasafni
Huginn frá Seyðisfirði vann frábæran 1-0 sigur gegn Sindra í 2. deildinni í nýafstaðinni umferð, en liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð þrátt fyrir að vera spáð vondu gengi á leiktíðinni.

Milos Ivankovic stóð sig frábærlega í hjarta varnarinnar gegn Sindra og er leikmaður umferðarinnar í 2. deildinni á Fótbolta.net.

„Ég er ánægður með þennan sigur. Vörnin var góð hjá okkur og andstæðingarnir náðu ekki að skora. 1-0 er góð úrslit og vonandi tekst okkur að knýja fram fleiri svona sigra,“ sagði Milos við Fótbolta.net í dag.

„Í fyrstu tveimur leikjunum vantaði okkur leikmenn, sem voru í Reykjavík, en í síðustu tveimur leikjum höfum við verið með allt liðið hjá okkur og höfum spilað góðan fótbolta. Við áttum skilið að vinna þennan leik.“

„Sem varnarmaður er ég mjög sáttur því þeim tekst ekki að skora og þeir fengu í raun ekkert dauðafæri. Þeir fengu í raun bara hálffæri og það er alltaf jákvætt fyrir varnarmann.“


Öðruvísi fótbolti en er í Serbíu
Milos, sem kemur frá Serbíu, kann vel við sig á Seyðisfirði en viðurkennir að fótboltinn sé öðruvísi en hann er vanur.

„Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti heldur en ég er vanur. Ég kann vel við mig á Seyðisfirði, en fótboltinn er ekki eins og í Serbíu þar sem ég ólst upp,“ sagði hann.

Milos segist enn ekki þora að fullyrða að Huginn geti sloppið við fall úr 2. deildinni en segir að hlutirnir líti vel út.

„Ég veit það ekki ennþá. Það eru bara fjórir leikir búnir og við verðum að sjá hvað gerist. Við erum að gera okkar besta og andrúmsloftið er gott hjá liðinu. Við leggjum hart að okkur og vonandi höldum við áfram á sömu braut,“ sagði Milos við Fótbolta.net að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner