Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
banner
   fim 04. júní 2015 21:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Ástæða fyrir því að þeir starta
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við getum sagt það að það er ástæða fyrir því að þeir eru að starta þessir gaurar," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann 3-1 útisigur gegn 4. deildarliðinu KFG í bikarnum. Varamennirnir Arnþór Ari Atlason og Höskuldur Gunnlaugsson komu inn og sáu til þess að Blikarnir lönduðu sigri.

Kópavogsliðið náði lítið að skapa sér gegn þéttum varnarmúr KFG. Staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og þá gerði Arnar tvöfalda skiptingu með tilætluðum árangri.

„Ég er sáttur við að við höfum komist áfram og ég gat gefið mörgum tækifæri. Ákveðnir aðilar stóðu sig vel en aðrir minntu minna á sig," sagði Arnar en hann tefldi nánast fram „varaliði" í kvöld.

„Ég veit að við getum miklu meira. Mér fannst strákarnir of fljótir að pirra sig á vellinum og það var eins og menn hefðu ekki gaman að því að spila. Menn þurfa að njóta sín þegar þeir spila fótbolta."

„Við erum með stóran leikmannahóp og gott að geta hvílt menn. Það er erfiður leikur gegn Leikni á sunnudag. Ég hef séð Leiknismenn í síðustu leikjum og þeir eru með hörkulið."

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner