Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2015 19:11
Arnar Daði Arnarsson
Þjálfaramálin
Kristján Guðmundsson rekinn frá Keflavík (Staðfest)
Kristján Guðmundsson fyrrum þjálfari Keflavíkur.
Kristján Guðmundsson fyrrum þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Keflavíkur hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfesti Þorsteinn Magnússon formaður Keflavíkur við Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Kristjáni var tilkynnt þetta í dag, en ásamt honum hefur Þorkeli Mána Péturssyni aðstoðarþjálfari Keflavíkur einnig verið sagt upp.

„Það er búið að segja Kristjáni og Mána upp störfum. Leit að nýjum þjálfara er hafin. Við kláruðum þessi mál í dag og nú hefst leit að nýjum manni."

Við heyrðum í Þorsteini í byrjun vikunnar og þá var hljóðið annað í honum og hann talaði um að ekkert væri farið að huga að breytingum hjá Keflavík. 5-0 tap gegn KR í Borgunarbikarnum í gærkvöldi, hefur greinilega fyllt mælinn.

„Svona gerist þetta snöggt. Kristján hefur verið lengi hjá okkur og þetta var mjög átakanleg ákvörðun sem við þurftum að taka því miður. Hann á allt það besta skilið frá Keflavík. Svona æxlaðist þetta, í þetta skiptið," sagði Þorsteinn formaður Keflavíkur.

Athygli vekur að Gunnar Magnús Jónsson sem einnig var í þjálfarateymi Keflavíkur með þeim Kristjáni og Mána, var ekki sagt upp.

Keflavík er með eitt stig í Pepsi-deildinni að loknum sex umferðum.
Athugasemdir
banner
banner