Gunnar Borgþórsson var nokkuð brattur eftir tap Selfyssinga gegn Þór í Inkasso-deildinni í dag. Leiknum lauk með 0-1 sigri Þórs sem skilur Selfyssinga eftir í 9. sæti deildarinnar eftir daginn í dag.
„Mér fannst við vera með yfirhöndina varðanadi það að vera með boltann og að skapa álitleg færi en þeir spiluðu bara nokkuð vel úr þessu."
„Mér fannst við byrja leikinn á mjög lélegu tempói. Fyrri hálfleikurinn var ákveðið vandamál, þar vorum við að skapa færi fyrir þá. Þar gefum við óbeina aukaspyrnu og annað. Við byrjum rólega í seinni hálfleik en þetta eru 45 mínútur. Við þurfum að sýna aga og skipulag."
„Við fórum yfir ákveðna hluti í hálfleiknum og ætluðum að reyna að byggja upp leikinn og við náum að snúa honum okkur í hag."
Sigurmark Þórs kom eftir óbeina aukaspyrnu sem þeir fengu eftir að Vignir Jóhannesson markmaður Selfyssinga tók boltann upp eftir sendingu frá Gio Pantano.
„Ég bara veit ekki, ég hreinlega sá þetta ekki. Dómarinn var vel staðsettur svo að þetta hlýtur að vera rétt hjá honum."
Athugasemdir