Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. júlí 2015 15:59
Eyþór Ernir Oddsson
1. deild: Stuðningsmenn syngja "Fjarðabyggð í Pepsi"
Bjarni Mark Antonsson skoraði fyrir Fjarðabyggð í dag
Bjarni Mark Antonsson skoraði fyrir Fjarðabyggð í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjarðabyggð 3-0 BÍ/Bolungarvík
1-0 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('45)
2-0 Bjarni Mark Antonsson ('54)
3-0 Brynjar Jónasson ('83)
Rautt spjald: Joseph Thomas Spivock (BÍ/Bolungarvík '33)

Einn leikur var á dagskránni í dag í 1. deild karla en hann var haldinn í Fjarðabyggðarhöllinni þar sem heimamenn í Fjarðabyggð tóku á móti BÍ/Bolungarvík.

Ingvar Ásbjörn kom Fjarðabyggð yfir rétt fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Sveini Fannari Sæmundssyni. Þá hafði Joseph Thomas Spivock tekist að næla sér í tvö gul spjöld frá dómara leiksins á 13 mínútna kafla og fékk því rautt eftir 33 mínútna leik.

Bjarni Mark Antonsson kom Fjarðabyggð í 2-0 eftir 54 mínútna leik og Brynjar Jónasson skoraði síðasta markið á 83. mínútu og þar við sat. Mikil stemning var í stúkunni og trúin orðin mikil fyrir austan þar sem að stuðningsmenn fóru að syngja "Fjarðabyggð í Pepsi".

Fjarðabyggð eru því í góðri stöðu í þriðja sæti en þeir eru aðeins tveimur stigum frá sæti sem gefur þátttökurétt í Pepsi deildinni að ári. BÍ/Bolungarvík sitja hinsvegar fast á botninum með aðeins þrjú stig og eru sex stigum frá öruggu sæti í deildinni, en þar sitja Selfoss í tíunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner