lau 04. júlí 2015 16:03
Eyþór Ernir Oddsson
2. deild: ÍR styrkir stöðu sína á toppnum
Jón Gísli Ström setti tvö í dag
Jón Gísli Ström setti tvö í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjórir leikir fara fram í dag í 2. deild karla en þar af voru þremur að ljúka rétt í þessu.

ÍR-ingar styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar en það var Jón Gísli Ström sem skoraði bæði mörk ÍR í þessum leik. Hann er á eldi þessa dagana en hann er núna kominn með sjö mörk í tíu leikjum.

Þá gerði Afturelding markalaust langferðalag austur á Egilsstaði þar sem þeir spiluðu við Hött, og á Ólafsfjarðarvelli tóku Vesturbæingarnir í KV 1-0 sigur.

ÍR-ingar stefna því hratt upp um deild en þeir eru sex stigum á undan Huginn eftir sigurinn í Breiðholtinu í dag.

KF 0-1 KV
0-1 Markaskorara vantar ('59)

ÍR 2-1 Huginn
1-0 Jón Gísli Ström ('28)
1-1 Fernando Revilla Calleja ('40)
2-1 Jón Gísli Ström ('62)

Höttur 0-0 Afturelding

Athugasemdir
banner
banner
banner