lau 04. júlí 2015 06:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: SkySports 
Adam Matthews til Sunderland (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Adam Matthews, varnarmaður Celtic er kominn til Sunderland en þetta staðfestir fréttastofa Sky seint í gærkvöldi.

Matthews er 23 ára Walesverji en hann skrifar undir fjögurra ára samning við Sunderland.

„Ég veit að við þurfum gæða leikmenn til að bæta samkeppni í liðin, svo að Adam er velkomin viðbót við okkar hóp og við erum mjög ánægðir með að bjóða hann velkominn hingað," segir Dick Advocaat, stjóri Sunderland.

„Adam er leikmaður sem við höfum verið á eftir í svolítinn tíma. Jafnvel þó hann sé aðeins 23 ára, þá hefur hann reynslu og ég er viss um að hann vill halda áfram að bæta sig undir leiðsögn Advocaat," segir Lee Congerton, forstjóri íþróttamála hjá Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner