lau 04. júlí 2015 11:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: BBC Sport 
Bassett átt erfitt með samskipti við foreldra sína eftir sjálfsmarkið
Mynd: Getty Images
Laura Bassett skoraði skrautlegt sjálfsmark í uppbótartíma þegar japanska kvennalandsliðið lagði það enska 2-1 í undanúrslitaleik HM kvenna.

Sjálfsmarkið gerði það að verkum að Japan spila í úrslitaleiknum gegn Bandaríkjunum á morgun og því eðlilegt að Laura Bassett sé í molum eftir leikinn.

„Ég gat ekki andað, hjartað sló út úr bringunni á mér og ég vildi bara að jörðin myndi opnast og gleypa mig."

„Ég ætlaði að ná snertingu á boltan og horfa á hann fara í slánna í versta falli, það var tímapunktur sem að Steph hreinsaði boltan að ég hélt að boltinn hafi kannski ekki farið inn. Úr dómarans titraði og hann gaf markið."

„Eftir leikinn var hjarta mitt brotið, ég var niðurbrotin, óstjórnanleg og þetta var tilfinningaþrungið. Fyrir það fólk sem þekkir mig og segir að ég sé eins og sveiflandi steinn og skorti tilfinningar, þá myndi ég játa það í níu af hverjum tíu tilfellum, en það tók eitthvað yfir og ég missti stjórn á tilfinningunum"

„Ég vildi koma mér út af vellinum. Mig langaði til að gráta og vera ein og grafa hausinn á mér því að eitt höfum við sýnt í þessu móti og það er að halda áfram að berjast og gefast ekki upp. Við höfðum ekki tíma til að sýna það og ná jöfnunarmarki. Þetta var svo grimmt"

„Ég hef ekki getað talað við foreldra mína enn því þau munu bara fá mig til að gráta. Ég hef sent þeim skilaboð og ég veit þau eru svo stolt af mér en ég hugsa um þetta augnablik og hvað ég gæti gert til að breyta því. Erfiðasta er að horfa á annað fólk sem var búið að skuldbinda sig fyrir liðið. Í fyrsta sinn í langan tíma trúðu allir að England gæti þetta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner