Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. júlí 2015 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Holebas neitar að hafa samið við Watford
Jose Holebas
Jose Holebas
Mynd: Getty Images
Gríski bakvörðurinn, Jose Holebas, heldur því fram að hann hafi ekki samið við Watford, þrátt fyrir að félagið sjálft hafi tilkynnt það á fimmtudag.

Watford greindi frá því að Holebas hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið, en leikmaðurinn segir þetta ekki rétt.

"Roma ákvað að selja mig, án þess að spyrja mig. Ég hef ekki skrifað undir neitt ennþá. Ég verð að sjá samninginn fyrst," sagði Holebas

"Ég veit ekki af hverju þetta gerðist. Ég veit að bæði Roma og Watford tilkynntu félagsskiptin, en þau hefðu þurft að tala við fulltrúa mína fyrst."

"Ég er í Þýskalandi í augnablikinu, hvernig ætti ég að geta skrifað undir samning?"

Þrátt fyrir þennan miskilning er þó áfram talið að Holebas muni yfirgefa Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner