lau 04. júlí 2015 09:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: DailyMail 
Ian Ayre: Liverpool getur enn laðað að stóra leikmenn
Roberto Firmino er meðal leikmanna sem hafa farið til Liverpool í sumar
Roberto Firmino er meðal leikmanna sem hafa farið til Liverpool í sumar
Mynd: Getty Images
Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool telur að liðið geti enn keypt topp leikmenn þrátt fyrir að liðið geti ekki boðið upp á Meistaradeildarfótbolta á næstu leiktíð.

Liverpool hefur þegar keypt sex leikmenn í ár, en þar af er einna helst Roberto Firmino frá Hoffenheim, sem er næst dýrasti leikmaður í sögu Liverpool á 29 milljónir punda.

Talað er um að Liverpool sé enn á höttunum á eftir Christian Benteke, framherja Aston Villa, sem er talinn hafa klásúlu um að hann megi fara ef 32,5 milljóna punda tilboð berst.

„Ég var í Kop í mörg ár sem stuðningsmaður og eins og allir myndi ég elska að kaupa alla bestu leikmennina óháð verði."

„En eins og við sáum hjá fyrri eigendum getur allt farið á annan endan fjárhagslega, þá mun fólk gagnrýna þig fyrir að reka klúbbinn vitlaust. Þú getur ekki unnið svoleiðis. Þú verður að hafa útstjónarsama áætlun og vera viss um að allir kaupi innan marka og haldi sig við það. Þetta höfum við verið að gera og höldum áfram að gera."

„Það þýðir ekki að við munum ekki fjárfesta í eða kaupa góða leikmenn, við gerum það bara á skynsamlegan hátt. Við erum ekki í Meistaradeildinni í ár en við erum að ná árangri sem klúbbur og höldum áfram að bæta gæðum við liðið. Við erum að bæta okkur fjárhagslega, sem þýðir að þegar við framkvæmum eftir áætlun höfum við meira á milli haldanna og getum keypt meira en áður."

Athugasemdir
banner
banner
banner