Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. júlí 2015 11:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: SkySports 
Micah Richards: Besta frá mér á eftir að koma
Richards í leik með Manchester City
Richards í leik með Manchester City
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Micah Richards segir að hans bestu ár í boltanum séu framundan eftir að hann gekk til liðs við Aston Villa á frjálsri sölu frá Manchester City.

Richards er 27 ára gamall en hann var á láni hjá Fiorentina í Serie A á síðasta tímabili, en hann fékk ekki nýjan samning hjá Manchester City eftir tíu ára dvöl hjá félaginu.

„Þetta er sérstök tilfinning. Ég skoraði mitt fyrsta mark gegn þessu félagi. Ég er einnig fæddur í Birmingham svo að það er gott að vera kominn aftur heim."

„Það eru magnaðar aðstæður hér, ég vissi ekki að þær voru svona góðar fyrr en ég kom hingað. Ég hlakka til þess að leggja hart að mér og eiga gott tímabil."

„Ég tel mig eiga bestu ár mín framundan og ég hlakka til þess. Vonandi get ég gert eitthvað gott á tímabilinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner