lau 04. júlí 2015 17:00
Eyþór Ernir Oddsson
Nasri bað aldrei um endurkomu til Arsenal
Mynd: Getty Images
Samir Nasri, miðjumaður Manchester City hafði aldrei samband við Arsene Wenger, þjálfara Arsenal um hugsanlega endurkomu sína til félagsins.

Orðrómur var á fimmtudaginn um að Nasri vildi fara aftur til Arsenal en Nasri vísar þessu á bug á Twitter.

Nasri yfirgaf Arsenal fyrir Manchester City árið 2011 og er ekkert sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Arsenal fyrir vikið, en þar hefur hann unnið tvo Englandsmeistaratitla.

„Ég bað aldrei neinn um að koma til baka. Ég er mjög ánægður með hvar ég er núna svo að hættið þessum kjánalegu sögum," sagði Nasri.



Athugasemdir
banner
banner
banner