Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. júlí 2015 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Van Persie búinn að ná samkomulagi við Fenerbache
Robin Van Persie er á leið til Tyrklands
Robin Van Persie er á leið til Tyrklands
Mynd: EPA
Robin Van Persie, sóknarmaður Man Utd, virðist vera á leið til tyrkneska félagsins Fenerbache, ef að marka má Guardian.

Kees Vos, umboðsmaður Persie, á að hafa verið í Tyrklandi síðustu daga að ræða við Fenerbache.

Van Persie er sagður hafa náð samkomulagi við Fenerbache og er tilbúinn að gera fjögurra ára samning við tyrkneska félagið,

Liðsfélagi Van Persie hjá United, Nani, er einnig á leið til Fenerbache, en hann mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á morgun.

Van Persie átti slakt tímabil hjá United og Louis Van Gaal virðist vera búinn að missa þolinmæðina gagnvart landa sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner