Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. júlí 2015 12:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Daily Mail 
Watford vill Harry Kewell í þjálfarateymið
Mynd: Getty Images
Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, Watford vilja fá Harry Kewell, fyrrum leikmann Leeds og Liverpool til að þjálfa U-21 lið sitt

Kewell hætti knattspyrnuiðkun á síðasta ári en hann endaði feril sinn hjá Melbourne Hear í Ástralíu en þar hóf hann einnig þjálfaraferil sinn hjá unglingaakademíu í Ástralíu en hann hefur áhuga á að snúa aftur til Englands einn daginn.

Liverpool er einnig talið hafa sýnt áhuga á að fá Kewell í sitt teymi, en hann er 36 ára gamall í dag. Kewell eyddi fimm árum á Anfield og var meðal leikmanna sem unnu Meistaradeildina árið 2005.

Watford eru bjartsýnir á að landa Kewell með því að láta hann fá lykilhlutverk í þjálfarateymi liðsins sem stefnir á að sýna sig og sanna í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner