Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 04. ágúst 2015 12:45
Elvar Geir Magnússon
Ashley Young með nýjan samning við Man Utd
Mynd: Getty Images
ESPN greinir frá því að Ashley Young hafi komist að samkomulagi við Manchester United um nýjan þriggja ára samning. Hann mun rita nafn sitt á samninginn síðar í þessari viku.

Young er þrítugur en hann átti aðeins ár eftir af samningi sínum. Hann hefur verið á Old Trafford síðan hann kom frá Aston Villa 2011.

Young átti mjög gott tímabil á síðasta ári en hápunkturinn var gegn Manchester City þar sem Young skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-1 sigri.

Young byrjaði 23 leiki í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur.

Young hefur átt gott sumar en hann giftist unnustu sinni til margra ára, Nicky Pike, fyrir nokkrum vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner