Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. ágúst 2015 15:17
Magnús Már Einarsson
Fjölnir fær 22 milljónir króna fyrir félagaskipti Arons
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
Fjölnir hagnast vel á félagaskiptum Arons Jóhannssonar til Werder Bremen í Þýskalandi.

AZ Alkmaar hefur samþykkt tilboð frá Werder Bremen en samkvæmt fjölmiðlum ytra hljóðar það upp á fimm milljónir evra.

Fjölnir fær 3% af kaupverðinu í uppeldisbætur en ef kaupverðið er 5 milljónir evra eru það í kringum 22 milljónir króna.

„Þetta er flott hjá honum. Við erum ótrúlega stolt af honum," sagði Kristján Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis við Fótbolta.net í dag.

Fjölnir hagnaðist einnig mjög vel þegar Aron var seldur frá AGF til AZ Alkmaar árið 2013 en þá fékk liðið á bilinu 35-38 milljónir þar sem að klásúla var í samningnum við AGF að Fjölnir fengi hluta af næstu sölu.
Athugasemdir
banner