þri 04. ágúst 2015 11:45
Elvar Geir Magnússon
Fyrstu lesendurnir farnir að spila Kickoff
Gríðarlegur áhugi - Skráningin áfram opin
Mynd: Kickoff
Einungis tók um 30 mínútur að fylla fyrstu 200 sætin í skráningu Fótbolta.net í íslenska tölvuleikinn Kickoff CM sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið Digon Games gefur út.

Leikurinn verður opnaður fyrir almenning síðar í ágúst en lesendur Fótbolti.net geta skráð sig hér til að spila leikinn.

Guðni Rúnar Gíslason leikjahönnuður Digon Games segir í samtali við Fótbolti.net að hann sé gríðarlega ánægður með viðbrögð lesenda Fótbolti.net við skráningu í leikinn.

„Núna eru þeir allra fyrstu farnir að spila leikinn sem er einstaklega ánægjulegt. Við höfum samt ákveðið að halda skráningunni opinni því það er stöðugt að bætast við fleiri sem hafa áhuga á að spila leikinn," segir Guðni.

„Þessi fyrsti hópur fær að njóta þess í smástund að hafa verið fljótir að stökkva til en svo munum við leyfa fleirum að spila leikinn á næstu dögum. Leikurinn verður svo opnaður fyrir almenning síðar í ágúst."
Athugasemdir
banner
banner