þri 04. ágúst 2015 15:30
Elvar Geir Magnússon
Iniesta nýr fyrirliði Barcelona
Iniesta með fyrirliðabandið.
Iniesta með fyrirliðabandið.
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta er nýr fyrirliði Barcelona en hann tekur við bandinu af Xavi Hernandez sem yfirgaf félagið og hélt til Katar eftir síðasta tímabil.

Haldin var leynileg kosning innan leikmannahóps Barcelona og þar var Iniesta hlutskarpastur.

Lionel Messi er varafyrirliði og þar á eftir koma Sergio Busquets og Javier Mascherano í röðinni.

Iniesta er aldursforseti í leikmannahópi Barcelona en hann spilaði sinn fyrsta leik í október 2002, Meistaradeildarleik gegn Club Brugge.

„Það er mikill heiður og ábyrgð sem fylgir því að vera fyrirliði hjá þessu sérstaka félagi," segir Iniesta.
Athugasemdir
banner
banner
banner