Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 04. ágúst 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Rio Ferdinand: Best fyrir Stones að fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
John Stones, varnarmaður Everton, ætti að ganga í raðir Manchester United frekar en Chelsea. Þetta segir Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður United.

Everton hefur hafnað að minnsta kosti einu 20 milljón punda tilboði frá Chelsea í þennan 21 árs Englending en United ku einnig hafa áhuga.

„Ef hann fer til Chelsea þá fær hann ekki að spila í hverri viku. Ef þú segir ungum leikmanni að fara í annað félag til að sitja á bekknum þá þarftu að vera brjálæðingur," segir Ferdinand.

„Hann er á því stigi ferilsins að hann vill spila í hverri viku. Ef hann fer til Manchester United fær hann að spila mikið svo það er rétti klúbburinn fyrir hann."

„Ég tel að Van Gaal viti ekki hver sé hans besta varnarlína í dag - Það er ákveðið vandamál. Til að fá trausta undirstöðu í öftustu línu þurfa varnarmennirnir að spila saman marga leiki."

Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur sagt að Stones verði ekki seldur ef hann fær að ráða.
Athugasemdir
banner
banner
banner