Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. ágúst 2015 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Vidal fór til Bayern til að vinna Meistaradeildina
Arturo Vidal fagnar í leiknum gegn Wolfsburg.
Arturo Vidal fagnar í leiknum gegn Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal segir að möguleikinn á að vinna Meistaradeild Evrópu sé það sem sannfærði hann um að fara til Bayern Munchen.

Sílebúinn komst í úrslit keppninnar með Juventus á síðustu leiktíð en hann telur líkurnar á að vinna keppnina vera meiri hjá Bayern.

„Ég er kominn hingað til að vinna Meistaradeildina," sagði hann við fréttamenn.

„Vonandi verður það á þessu ári, en mig langar að vera hérna í mörg ár og vinna eins mikið og ég get. Mig langar að spila á miðjunni eins og ég gerði með landsliðinu og Juventus. Það er mín staða."

Athugasemdir
banner
banner
banner