Ármann Smári Björnsson, varnarmaður ÍA, var að vonum himinlifandi eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni á ný í kvöld.
ÍA vann 2-0 sigur gegn KV á gervigrasinu í Laugardal og stigin þrjú dugðu Skagamönnum til að negla þátttökuréttinn í Pepsi-deildinni að ári.
ÍA vann 2-0 sigur gegn KV á gervigrasinu í Laugardal og stigin þrjú dugðu Skagamönnum til að negla þátttökuréttinn í Pepsi-deildinni að ári.
,,Ég er mjög ánægður með að klára þetta, þá er þetta bara frá og við getum einbeitt okkur að því að spila síðustu tvo leikina og bæta okkar fótbolta og taka það með í Pepsi-deildina," sagði Ármann Smári við Fótbolta.net.
,,Ég held nú að þetta hafi verið verðskuldað. Við fáum helling af færum og skorum tvö mörk. Þeir eru svosum alltaf hættulegir en þeir voru nú ekki að skapa sér neitt fyrr en í restina."
Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og er Ármann ánægður með karakterinn í liðinu að koma sér strax aftur upp.
,,Ég held að það sýni bara að við vorum tilbúnir, allir sem einn. Stjórn, þjálfarar, leikmenn og nýir leikmenn. Það var alltaf markmiðið og það er komið núna. Við vorum kannski að spila leiki sem voru upp og niður en við unnum líka jafna leiki. Ég held að við eigum þetta fyllilega skilið."
Athugasemdir