Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA, var að vonum ánægður með að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í kvöld með 2-0 sigri gegn KV.
,,Þetta er ljúft. Þetta var markmiðið okkar í dag, að tryggja sætið okkar þó við eigum tvo leiki eftir. Við vissum að það væri miklu betra að klára þetta í dag og við gerðum það. Við gáfum aðeins eftir og það kom smá værukærð í okkur eftir mörkin, en það er fínt að klára þetta," sagði Garðar við Fótbolta.net eftir sigurinn í kvöld.
Garðar er ánægður með karakterinn hjá liðinu og að það hafi komist upp byggt að stóru leiti á heimamönnum frá Skaganum.
,,Það er sterkt að byggja þetta á heimamönnum, ungum strákum. Ég held að ég sé þriðji elstur í hópnum, ekki nema 31 árs. Það er nokkuð gott." sagði Garðar, sem segir að nú sé markmiðið að vinna deildina.
,,Ég held að það sé næsta markmið hjá okkur að taka fyrsta sætið."
Athugasemdir