Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV í kvöld.
Þeir Jón Vilhelm Ákason og Garðar Gunnlaugsson sáu um að tryggja Skagamönnum stigin þrjú á gervigrasinu í Laugardal og snúa þeir aftur í Pepsi-deildina eftir árs veru í 1. deild.
Þeir Jón Vilhelm Ákason og Garðar Gunnlaugsson sáu um að tryggja Skagamönnum stigin þrjú á gervigrasinu í Laugardal og snúa þeir aftur í Pepsi-deildina eftir árs veru í 1. deild.
,,Það er frábært að gera þetta þegar tvær umferðir eru eftir. Ég er náttúrulega bara í skýjunum með þetta," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net.
,,Það var algjört markmið í dag að klára þetta hér. Við áttum þann séns með að með sigri hér í dag myndum við tryggja Pepsi-deildarsæti og það var það sem við stefndum að."
,,Ég byrjaði að þjálfa árið 2009 og markmiðið var alltaf að taka einhvern tíma við Akranesi. Ég fékk tækifærið síðasta haust og markmiðið var strax að komast upp, og það tókst."
,,Ég dáist bara að þessum strákum. Þeir voru virkilega brotnir að fara niður og nett lemstraðir framan af vetri, en við náðum að búa til góða liðsheild. Við lentum í áföllum en náðum alltaf að koma til baka."
Athugasemdir