Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 04. september 2014 20:21
Alexander Freyr Tamimi
Gulli Jóns: Ég dáist að þessum strákum
Gulli Jóns og hans menn eru komnir í Pepsi.
Gulli Jóns og hans menn eru komnir í Pepsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV í kvöld.

Þeir Jón Vilhelm Ákason og Garðar Gunnlaugsson sáu um að tryggja Skagamönnum stigin þrjú á gervigrasinu í Laugardal og snúa þeir aftur í Pepsi-deildina eftir árs veru í 1. deild.

,,Það er frábært að gera þetta þegar tvær umferðir eru eftir. Ég er náttúrulega bara í skýjunum með þetta," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net.

,,Það var algjört markmið í dag að klára þetta hér. Við áttum þann séns með að með sigri hér í dag myndum við tryggja Pepsi-deildarsæti og það var það sem við stefndum að."

,,Ég byrjaði að þjálfa árið 2009 og markmiðið var alltaf að taka einhvern tíma við Akranesi. Ég fékk tækifærið síðasta haust og markmiðið var strax að komast upp, og það tókst."

,,Ég dáist bara að þessum strákum. Þeir voru virkilega brotnir að fara niður og nett lemstraðir framan af vetri, en við náðum að búa til góða liðsheild. Við lentum í áföllum en náðum alltaf að koma til baka."

Athugasemdir
banner
banner
banner