Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   fim 04. september 2014 20:34
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hjartar: Er ekki nógu góður fyrir úrvalsdeildina
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hjartarson, framherji ÍA, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV á gervigrasinu í Laugardal í kvöld.

,,Þetta var fyrsti sénsinn okkar til að loka þessu, og við vissum svosum að við ættum tvo leiki í viðbót ef við næðum því ekki í dag, en við erum ánægðir að hafa lokað þessu núna og nú einbeitum við okkur að toppsætinu," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

Hjörtur hefur komist þrisvar upp í Pepsi deildina á örfáum árum, tvisvar með Skaganum og einu sinni með Víkingi. 1. deildarlið hljóta að vilja borga honum fúlgur til að hann geti tryggt þau upp um deild?

,,Ég veit nú ekki hvort að nærvera mín í sumar hafi gert útslagið, en ég tel mig þó hafa lagt eitthvað af mörkum. En ég efast nú um að það séu mörg lið sem eru tilbúin að henda einhverjum peningum í gamla manninn," sagði hann léttur.

Hjörtur telur helst til ólíklegt að hann spili með Skagamönnum í Pepsi-deildinni að ári.

,,Það eru fimm ár síðan ég spilaði síðast í úrvalsdeildinni og þá var ég nú orðinn heldur gamall til að spila þar, ég veit nú ekki hversu frískur ég yrði í henni núna. Ég verð fertugur eftir nokkrar vikur. En mér líður ágætlega, skrokkurinn er í fínu lagi, ég held ég sé bara ekki nógu góður til að spila í úrvalsdeildinni, burt sé frá aldri," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner