Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   fim 04. september 2014 20:34
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hjartar: Er ekki nógu góður fyrir úrvalsdeildina
watermark Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hjartarson, framherji ÍA, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV á gervigrasinu í Laugardal í kvöld.

,,Þetta var fyrsti sénsinn okkar til að loka þessu, og við vissum svosum að við ættum tvo leiki í viðbót ef við næðum því ekki í dag, en við erum ánægðir að hafa lokað þessu núna og nú einbeitum við okkur að toppsætinu," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

Hjörtur hefur komist þrisvar upp í Pepsi deildina á örfáum árum, tvisvar með Skaganum og einu sinni með Víkingi. 1. deildarlið hljóta að vilja borga honum fúlgur til að hann geti tryggt þau upp um deild?

,,Ég veit nú ekki hvort að nærvera mín í sumar hafi gert útslagið, en ég tel mig þó hafa lagt eitthvað af mörkum. En ég efast nú um að það séu mörg lið sem eru tilbúin að henda einhverjum peningum í gamla manninn," sagði hann léttur.

Hjörtur telur helst til ólíklegt að hann spili með Skagamönnum í Pepsi-deildinni að ári.

,,Það eru fimm ár síðan ég spilaði síðast í úrvalsdeildinni og þá var ég nú orðinn heldur gamall til að spila þar, ég veit nú ekki hversu frískur ég yrði í henni núna. Ég verð fertugur eftir nokkrar vikur. En mér líður ágætlega, skrokkurinn er í fínu lagi, ég held ég sé bara ekki nógu góður til að spila í úrvalsdeildinni, burt sé frá aldri," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner