Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   sun 04. september 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds: Helsta vopn Úkraínu eru kantarnir
Icelandair
Andriy Yarmolenko er í lykilhlutverki hjá Úkraínu.
Andriy Yarmolenko er í lykilhlutverki hjá Úkraínu.
Mynd: Getty Images
Andriy Shevchenko er landsliðsþjálfari Úkraínu.
Andriy Shevchenko er landsliðsþjálfari Úkraínu.
Mynd: Getty Images
„Það sem ég hef heyrt frá þeim sem njósnuðu fyrir Ísland á EM þá tala þeir um að þetta sé mjög gott lið með þroskaða liðsheild. Þeir spila ákveðið kerfi og eru samheldnir. Þeir leggja mikið upp úr því," segir Kristján Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Úkraínu, andstæðinga Íslands í undankeppni HM á morgun.

Úkraínumenn ollu vonbrigðum á HM í sumar en þeir skoruðu ekki mark og töpuðu öllum leikjum sínum. Kristján segir hins vegar að um hörkulið sé að ræða.

„Úkraína þurfti umspil til að komast á EM en þetta eru erfiðir andstæðingar. Þeirra helstu vopn eru kantarnir. Spjótin þar eru (Andriy) Yarmalenko og (Yevhen) Konoplyanka. Þeir ógna mest. Síðan eru þeir með Viktor Konalenkov. Hann spilar með Shakhtar og það er leikmaður sem við eigum að fylgjast með í leiknum á mánudag. Hann er spennandi leikmaður."

Hægt að draga menn til í varnarleiknum
Kristján segir að ákveðnir veikleikar séu til staðar hjá Úkraínu sem íslenska liðið geti nýtt sér.

„Veikleikinn á köntunum er að þeir fara oft á stað í sókn áður en Úkraínumennirnir eru búnir að tryggja boltann. Ef við náum að vinna boltann í uppspilinu þeirra, þá eru þeir ekki til staðar til að verjast. Að sama skapi þurfum við að vera rosalega sterkir í að verjast með bakverðina okkar á móti þessum köntum."

„Annar veikleiki hjá þeim er að varnarmennirnir eru mikið í maður á mann, þeir vilja vera nálægt senterunum. Það er hægt að draga þá til í varnarleiknum og búa til eyður."


Shevchenko þekkir liðið vel
Andriy Shevchenko, markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins, er tekinn við sem landsliðsþjálfari eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari í nokkra mánuði.

„Hann er búinn að vera með liðinu frá því í febrúar. Hann hefur kynnst öllu í kringum liðið og uppsetningu þess. Hann leggur fyrst og fremst áherslu á liðsheild. Við sáum á EM í sumar að þeir voru með á hreinu hvernig þeir áttu að spila og gerðu það vel. Þeir voru óheppnir að þetta gekk ekki upp eins og hjá okkur. Hann er líka með gríðarlega grimman aðstoðarmann í (Mauro) Tassotti."

Leikurinn á morgun verður leikinn fyrir luktum dyrum þar sem stuðningsmenn Úkraínu voru með kynþáttafordóma í síðustu undankeppni.

„Það gæti verið erfitt fyrir íslensku leikmennina að fara úr þessu adrenalín kikki úti í Frakklandi og spila síðan þar sem engir áhorfendur eru. Þetta gæti líka hjálpað því að það er ekki huggulegt að spila í Úkraínu þegar er gríðarlegur hávaði og læti," sagði Kristján.

Hér að neðan má sjá spjallið við Kristján í heild.
Kristján rýnir í Úkraínu leikinn: Sáttur með jafntefli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner