Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 04. september 2017 12:43
Magnús Már Einarsson
Heimir: Ekki hræddir við að gera breytingar á liðinu
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að mögulega verði breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Úkraínu á morgun.

Íslenska liðið hefur farið úr 4-4-2 yfir í 4-5-1 í síðustu tveimur leikjum gegn Finnlandi og Króatíu. Í leiknum gegn Finnum á laugardag var skipt aftur yfir í 4-4-2 í síðari hálfleik. Verður aftur stillt upp í 4-4-2 á morgun?

„Eins og alltaf þá gefum við ekki upp hvað við ætlum að gera í leiknum. Það er gott að hafa möguleika á að breyta ef við viljum. Við erum vel drillaðir í báðum leikkerfum og getum jafnvel spilað hvorugttveggja í leiknum eins og í síðasta leik," sagði Heimir.

„Við erum með breiðan hóp og treystum öllum til að spila. Við erum ekki hræddir við að gera breytingar í þessum leik. Þetta er eina æfingin sem við höfum fyrir leikinn. Við skoðum hvernig menn koma út á æfingunni og eftir æfinguna," sagði Heimir fyrir æfinguna í dag.

„Síðan ræðum við einslega við hvern og einn leikmann og sjáum hvernig þeir eru. Þessir strákar eru heiðarlegir ef það er eitthvað að angra þá. Við erum ekkert hræddir við að gera breytingar ef við þurfum þess."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner