mán 04. september 2017 14:05
Magnús Már Einarsson
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu - Aftur í 4-4-2
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net
Fótbolti.net spáir því að íslenska landsliðið fari aftur í hefðbundið 4-4-2 leikkerfi gegn Úkraínu á morgun eftir að hafa byrjað í 4-5-1 í tapinu gegn Finnlandi á laugardag og í sigrinum á Króatíu í júní.

Ísland þarf að sækja til sigurs á morgun til að endurheimta 2. sætið í riðlinum af Króatíu.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur í síðustu tveimur leikjum spilað fyrir aftan Alfreð Finnbogason sem hefur verið einn frammi. Fótbolti.net reiknar með að Gylfi og Aron Einar Gunnarsson verði tveir saman á miðjunni á morgun.

Emil Hallfreðsson dettur þá úr byrjunarliðinu síðan í leiknum á laugardaginn.

Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á fyrir Emil eftir klukkutíma leik í Finnlandi og Ísland fór þá aftur í 4-4-2. Fótbolti.net tippar á að Björn byrji á morgun en Jón Daði Böðvarsson kemur einnig til greina í fremstu víglínu.

Fleiri breytingar eru mögulegar en landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði á fréttamannafundii í dag að hann sé óhræddur við að breyta liðinu.

Kári Árnason var þreyttur undir lok leiks gegn Finnum en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, sagði á fréttamannafundi í dag að Kári sé klár.

„Honum líður vel. Menn fóru í góða endurheimt í gær. Þó að þetta hafi verið ágætis ferðalag þá eru menn vanir þessu. Kári er það reynslumikill að hann gerir allt til að verða klár i næsta leik. Þó að hann þurfi að taka auka klukkutíma hér eða þar í nuddi til að verða klár þá gerir hann það," sagði Aron.

Ef Kári verður ekki klár þá má reikna með að Sverrir Ingi Ingason komi inn í vörnina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner