,,Við vorum merkilega stutt frá þessu," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir 3-0 sigur á Val í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag en sigurinn þýðir að liðið var einungis þremur stigum frá Evrópusæti.
,,Við eyðilögðum þetta sjálfir á Akureyri um síðustu helgi. Breiðablik lærir vonandi af því og kemur vonandi sterkari að ári í þessa baráttu."
,,Við eyðilögðum þetta sjálfir á Akureyri um síðustu helgi. Breiðablik lærir vonandi af því og kemur vonandi sterkari að ári í þessa baráttu."
Guðmundur tók við Blikum í júní þegar Ólafur Kristjánsson tók við Nordsjælland í Danmörku.
,,Úr því sem komið er þá er ég ánægður með hvernig til tókst með hópinn," sagði Guðmundur en óvíst er hvort hann haldi áfram sem þjálfari Blika.
,,Ég hef ekki grænan grun. Það kemur betur í ljós á næstu dögum," sagði Guðmundur en vill hann halda áfram með Blika?
,,Ég ætla ekki að tjá mig um það. Það er svo margt sem gengur á utan vallar að það er best að segja sem minnst."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir