Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. október 2015 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Aguero: Rétt ákvörðun hjá Pellegrini að skipta mér út af
Sergio Aguero
Sergio Aguero
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City, segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Manuel Pellegrini að taka sig út af í 6-1 sigrinum á Newcastle í gær.

Aguero hefði getað bætt markamet ef hann hefði skorað sitt sjötta mark í leiknum, en Pellegrini, stjóri City, ákvað að taka hann út af þegar 28 mínútur voru eftir af leiknum.

"Það var rétt ákvörðun hjá stjóranum að taka mig út af, þar sem það þýðir engin áhætt," sagði Aguero eftir leik.

"Ég átti í vandræðum aftan í lærinu í síðasta leik, en nú líður mér vel."

Aguero bættist í hóp með mönnum á borð við Alan Shearer, Andy Cole, Jermain Defoe og Dimitar Berbatov, en þeir hafa einnig gert fimm mörk í leik. Aguero var þó fljótur að hrósa liðinu eftir leik.

"Ég áttaði mig bara á því í klefanum að ég var að jafna þetta met, en það sem skiptir mestu máli sigurinn."

"Ég er gríðarlega ánægður með mörkin sem ég skoraði, en fyrir mig eru það stigin þrjú sem skipta mestu máli. Það var gott að skora fimm mörk og ég er ánægður.
Athugasemdir
banner
banner
banner