Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 04. október 2015 17:31
Magnús Már Einarsson
Brendan Rodgers rekinn frá Liverpool (Staðfest)
Farinn.
Farinn.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur rekið knattspyrnustjórann Brendan Rodgers úr starfi en þetta var staðfest nú rétt í þessu.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli á útivelli við Everton í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var síðasti leikurinn undir stjórn Rodgers.

Byrjun Liverpool hefur ekki verið góð á tímabilinu en liðið er í 10. sæti í ensku úrvalsdeildinni með 12 stig.

Rodgers tók við Liverpool árið 2012 en undir hans stjórn var liðið hársbreidd frá því að verða enskur meistari tímabilið 2013/2014. Á síðasta tímabili var sjötta sætið niðurstaðan í ensku úrvalsdeildinni og eftir slaka byrjun á þessu tímabili hefur Rodgers fengið að taka pokann sinn.

„Við viljum þakka Brendan Rodgers kærlega fyrir mikið starf hjá félaginu og lýsa yfir þakklæti fyrir vinnu hans," sagði í yfirlýsingu frá Liverpool nú síðdegis.

„Við höfum átt yndisleg augnablik með Brendan sem stjóra og við vonumst til að hann eigi eftir að eiga langan feril í boltanum."

„Þrátt fyrir að þetta hafi verið erfið ákvörðun þá teljum við að þetta sé best fyrir okkur til að ná velgengni innan vallar. Metnaður og sigrar eru það sem við viljum fá hjá Liverpool og við teljum að þessi breyting gefi okkur bestu möguleika á því."

„Leitin að nýjum knattspyrnustjóra er hafin og við vonumst til að ráða hárrétan og nýjan mann sem fyrst."


Jurgen Klopp, fyrrum þjálfari Borussia Dortmund, hefur mest verið orðaður við Liverpool að undanförnu en engar staðfestar fréttir af borist af því hvaða stjóri er efstur á óskalista félagsins.
Athugasemdir
banner
banner