Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. október 2015 14:25
Arnar Geir Halldórsson
England: Jafnt í baráttunni um Bítlaborgina
Lukaku fagnar jöfnunarmarki sínu
Lukaku fagnar jöfnunarmarki sínu
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 1 Liverpool
0-1 Danny Ings ('41 )
1-1 Romelu Lukaku ('45 )

Fyrsta leik dagsins í enska boltanum er nýlokið þar sem Everton fékk Liverpool í heimsókn í baráttunni um Bítlaborgina.

Simon Mignolet var í hörkustuði í marki Liverpool og varði tvisvar vel í upphafi leiks. Danny Ings kom Liverpool svo yfir á 41.mínútu þegar hann var einn og óvaldaður í vítateig andstæðinganna og skallaði hornspyrnu James Milner í netin.

Forystan entist stutt því undir lok fyrri hálfleiks geystust heimamenn í sókn sem endaði með því að Romelu Lukaku jafnaði metin eftir misheppnaða hreinsun Emre Can.

Síðari hálfleikurinn var í meira lagi tilþrifalítill og komst hvorugt liðið nálægt því að gera út um leikinn.

Úrslitin þýða að Everton fer uppfyrir Arsenal í 6.sæti deildarinnar, um stundarsakir hið minnsta en Liverpool er áfram í 10.sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner