banner
   sun 04. október 2015 20:37
Magnús Már Einarsson
Gunnar Heiðar: Þarf að styrkja hópinn og losa sig við nokkra
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, vill sjá góða styrkingu á leikmannahópnum fyrir næsta tímabil.

Eyjamenn enduðu í 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar með 19 stig en Gunnar setur markið mun hærra að ári.

„Það þarf klárlega að styrkja leikmannahópinn og það þarf líka að losa sig við nokkra. Það þarf að gera það ef við ætlum að gera einhverja hluti í þessu," sagði Gunnar Heiðar í Pepsi mörkunum á Stöð 2 Sport í gær.

„Við erum að tala um að fara í Evrópu og eitthvað svoleiðis. Það er ekki nóg að segja þetta, það þarf að gera þetta. Ég hef ekki trú á öðru en að allir Vestmannaeyingar vilji þetta. Ég held að stjórnin sé að vinna í þessu öllu saman núna og það kemur í ljós hvað gerist."

Ljóst er að Ásmundur Arnarsson heldur ekki áfram með ÍBV og Jóhannes Harðarson mun ekki snúa aftur í þjálfarstöðuna. Gunnar Heiðar vill þjálfara sem býr í Eyjum allt árið um kring.

„Það þarf að finna góðan þjálfara sem er tilbúinn að koma hingað og leggja sig 100% fram í þetta og helst vera hérna og búa hérna til að vera í contact við þetta allan tímann," sagði Gunnar Heiðar í Pepsi-mörkunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner