banner
   sun 04. október 2015 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Napoli fór illa með AC Milan
Lorenzo Insigne fagnar öðru marka sinna gegn AC Milan.
Lorenzo Insigne fagnar öðru marka sinna gegn AC Milan.
Mynd: Getty Images
Milan 0 - 4 Napoli
0-1 Allan ('13 )
0-2 Lorenzo Insigne ('48 )
0-3 Lorenzo Insigne ('68 )
0-4 Rodrigo Ely ('77 , sjálfsmark)

AC Milan mátti sætta sig við stórtap gegn Napoli þegar liðin mættust í ítölsku Seríu A í kvöld.

Mark frá Brasilíumanninum Allan, sem kom til Napoli frá Udinese fyrir tímabilið, skildi liðin að í leikhléi en hann skoraði á 13. mínútu.

Lorenzo Insigne mætti hins vegar óður inn í seinni hálfleikinn og skoraði annað mark Napoli strax á 48. mínútu. 20 mínútum síðar bætti hann við sínu öðru marki áður en Rodrigo Ely kórónaði niðurlægingu Mílanóbúa með sjálfsmarki.

Lokatölur urðu 0-4 og því er Napoli komið upp í 6. sæti þar sem liðið er með 12 stig. AC Milan er fimm sætum neðar með níu stig.
Athugasemdir
banner