Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 04. október 2015 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Leikmaður Werder Bremen í vandræðum vegna ofáts á baguette brauði
Mynd: Getty Images
Melvyn Lorenzen, ungur leikmaður Werder Bremen, lenti í afar furðulegum aðstæðum þegar hann komst í vandræði fyrir að borða of mikið af baguette brauði á leikdegi.

Lorenzen var sendur heim fyrir leik U23 liðs Bremen gegn Thuringen, eftir að Alexander Nori, þjáflari Bremen, tók eftir því að Lorenzen hámaði í sig baguette brauð.

Honum var meinaður aðgangur um borð í liðsrútu Bremen og í staðinn var hann sendur heim til að hugsa sinn gang.

"Félagið hugsar mikið um mikilvægi næringunnar sem leikmenn fá," sagði Thomas Eichin, stjórnarformaður Bremen, til að útskýra atvikið.

Til allrar hamingju var Lorenzen þó leyft að snúa til æfinga á mánudeginum eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner