Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2015 11:00
Arnar Geir Halldórsson
Man Utd fylgist með Martins Indi - Higuain eftirsóttur
Powerade
Bruno Martins Indi er orðaður við Man Utd
Bruno Martins Indi er orðaður við Man Utd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Luiz segir Coutinho vera að gefast upp á Liverpool
David Luiz segir Coutinho vera að gefast upp á Liverpool
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin slúðra allan ársins hring og skiptir engu hvort félagaskiptaglugginn sé lokaður eða ekki. Hér má sjá pakkann sem BBC tók saman í dag.



Louis van Gaal, stjóri Man Utd, sendi útsendara sína til að fylgjast með Bruno Martins Indi, miðverði Porto, þegar Porto lagði Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni. (Sunday Express)

Liverpool mun veita Arsenal samkeppni um Gonzalo Higuain, helsta markaskorara Napoli, þegar félagskiptagluggin opnar í janúar. (Fichajes)

Arsenal hyggst bjóða Alexis Sanchez nýjan fimm ára samning sem mun færa þessum 26 ára Sílemanni 130 þúsund pund í vikulaun. (Sunday Mirror)

Dick Advocaat, stjóri Sunderland, mun yfirgefa Leikvang ljóssins á næstu dögum og er Sam Allardyce áhugasamur um að taka við starfinu. (Sunday Telegraph)

Brasilíumaðurinn David Luiz, leikmaður PSG, segir að landi sinn, Philippe Coutinho, muni yfirgefa Liverpool ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti á þessu tímabili. (Sunday Express)

Man City er líklegast til að klófesta brasilíska ungstirnið Victor Andrade sem leikur fyrir Sporting Lisabon en portúgalska liðið hefur sett 25 milljón punda verðmiða á þennan tvítuga miðjumann. (Sunday Mirror)

Victor Valdes, markvörður Man Utd, gæti farið til Sevilla á frjálsri sölu þegar glugginn opnar í janúar en hann er úti í kuldanum á Old Trafford. (Mundo Deportivo)

Everton, Liverpool og Southampton eru sögð áhugasöm um Anwar El Ghazi, tvítugan kantmann Ajax en hann er metinn á 12 milljónir punda. (Sunday People)
Athugasemdir
banner
banner