Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 04. október 2015 22:20
Alexander Freyr Tamimi
Monk skilur ekkert í því að Rodgers var rekinn
Garry Monk er hissa á ákvörðun Liverpool.
Garry Monk er hissa á ákvörðun Liverpool.
Mynd: Getty Images
Garry Monk, stjóri Swansea, botnar ekkert í þeirri ákvörðun Liverpool að láta Brendan Rodgers fara frá félaginu.

Rodgers var rekinn í dag eftir átta leiki á sínu fjórða tímabili á Anfield, en áður var Monk einmitt fyrirliði Swansea undir hans stjórn.

„Ég var bara að heyra af þessu," sagði Monk á blaðamannafundi eftir 2-2 jafntefli Swansea gegn Tottenham.

„Ég trúi þessu ekki, mér finnst þetta mjög gróf ákvörðun. Mér fannst hann alls ekki eiga þetta skilið, hann er frábær stjóri."

„Maður veit aldrei hvað gerist á bakvið luktar dyr, eða hvað hefur verið sagt eða slíkt, en þetta kemur mér mjög á óvart. Ég var í hálfgerðu áfalli þegar ég heyrði þetta."

„Ég mun reyna að heyra í honum við tækifæri. Okkur þykir þetta leitt, hann reyndist okkur hjá Swansea frábærlega. Ég sé ekki hver er að fara að standa sig betur með Liverpool á þessum tímapunkti."


Jurgen Klopp er talinn líklegastur til að taka við starfi Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner