banner
   sun 04. október 2015 16:00
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Bilbao kom til baka og lagði Valencia
Markavélin Aritz Aduriz
Markavélin Aritz Aduriz
Mynd: Getty Images
Athletic Bilbao 3 - 1 Valencia
0-1 Daniel Parejo ('20 )
1-1 Aymeric Laporte ('34 )
2-1 Markel Susaeta ('60 )
3-1 Aritz Aduriz ('69 )


Athletic Bilbao og Valencia mættust í spænsku úrvalsdeildinni í dag á San Mames leikvangnum í Baskalandi.

Gestirnir byrjuðu betur þar sem Dani Parejo kom þeim yfir eftir tuttugu mínútna leik. Franska ungstirnið Aymeric Laporte jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik.

Í síðari hálfleiknum reyndust heimamenn öflugri og mörk Markel Susaeta og Aritz Aduriz gerðu út um leikinn.

Athletic Bilbao er þar með komið í 13.sæti deildarinnar með sjö stig en Valencia hefur tveim stigum meira í 9.sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner