Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2015 21:51
Alexander Freyr Tamimi
Þorvaldur Örlygsson hættir með HK (Staðfest)
Þorvaldur er hættur hjá HK.
Þorvaldur er hættur hjá HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson hefur ákveðið að hætta störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá HK í knattspyrnu. Frá þessu greindi félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

Þorvaldur tók við HK fyrir tveimur árum og gerði góða hluti með liðið sumarið 2014. Þeir enduðu þá í 6. sæti eftir að hafa verið spáð falli.

Hins vegar var búist við meiru af HK liðinu í ár og olli það vonbrigðum og endaði í 8. sæti deildarinnar. Þorvaldur hefur nú í kjölfarið ákveðið að segja starfi sínu lausu.

„Stjórn knattspyrnudeildar HK þakkar Þorvaldi vel unnin störf síðastliðin tvö ár og óskar Þorvaldi velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur," segir í tilkynningu HK.

„Þorvaldur þakkar öllum starfsmönnum HK og öllum sem tengjast félaginu samstarfið og óskar félaginu alls hins besta í framtíðinni."

Þorvaldur tók við HK eftir að hafa stýrt ÍA um stutt skeið, en þar áður var hann þjálfari Fram í mörg ár. Áður stýrði hann KA og Fjarðabyggð, en hann átti jafnframt farsælan leikmannaferil.
Athugasemdir
banner
banner
banner