Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 04. október 2015 17:25
Alexander Freyr Tamimi
Þýskaland: Bayern rúllaði yfir Dortmund
Þessir þrír sáu um Dortmund.
Þessir þrír sáu um Dortmund.
Mynd: Getty Images
Bayern 5 - 1 Borussia D.
1-0 Thomas Muller ('26 )
2-0 Thomas Muller ('34 , víti)
2-1 Pierre Emerick Aubameyang ('36 )
3-1 Robert Lewandowski ('46 )
4-1 Robert Lewandowski ('58 )
5-1 Mario Gotze ('66 )

Bayern Munchen vann sannfærandi 5-1 sigur gegn Borussia Dortmund þegar liðin mættust í toppslag þýsku Bundesligunnar í dag.

Dortmund byrjaði leikinn ágætlega en fékk hins vegar tvö mörk í andlitið frá Thomas Muller, það síðara úr vítaspyrnu.

Pierre-Emerick Aubameyang hélt hins vegar spennu í leiknum og minnkaði muninn í 2-1 fyrir leikhlé.

Bayern fékk sannkallaða draumabyrjun í seinni hálfleik þegar Robert Lewandowski skoraði gegn sínum gömlu félögum, einungis rúmum 20 sekúndum eftir að leikurinn hafði verið flautaður á.

Pólski landsliðsmaðurinn skoraði svo sitt 12. mark í fjórum leikjum eftir undirbúning frá öðrum fyrrum leikmanni Dortmund, Mario Götze.

Götze kórónaði svo stórsigur Bayern á 66. mínútu og urðu lokatölur 5-1. Bayern er nú með 24 stig eftir 8 leiki, sjö stigum meira en Dortmund sem er í 2. sætinu. Útlitið ansi gott fyrir Þýskalandsmeistarana í leitinni að fjórða titlinum í röð.
Athugasemdir
banner