Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. nóvember 2013 10:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Kolo Toure: Liverpool getur orðið meistari
Mynd: Getty Images
Kolo Toure, varnarmaður Liverpool, segir að liðið hafi burði til að verða enskur meistari þrátt fyrir 2-0 tap gegn Arsenal um helgina.

Arsenal er eftir leikinn með fimm stiga forskot á toppi deildairnnar en Toure segir að liðið sé ekki sigurstranglegast.

,,Arsenal er ekki líklegasta liðið til að verða meistari ennþá. Tímabilið er langt og við viljum allir verða meistarar," sagði Toure.

,,Það er bara nóvember. Þeir munu líka lenda í erfiðleikum. Tímabilið er klárlega ekki búið."

,,Bæði Arsenal og Liverpool hafa það sem þarf til að verða meistari. Þetta eru tvö frábær félög með frábæran liðsanda."

,,Bæði lið leggja hart að sér og þrátt fyrir að Liverpool hafi verið í erfiðri stöðu þá héldum við áfram að berjast og ég tel að það sé mjög gott. Bæði liðin eru sterk andlega."

,,Þegar Coutinho kom inn á breyttist leikurinn og þá sást að við erum með góða leikmenn og erum mjög sterkir. Annað markið drap okkur hins vegar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner